Færsluflokkur: Menntun og skóli
15.12.2009 | 13:25
Samfélagsfræði!
Ég var að læra um árin 870 til 1490 í Íslandssögunni. Það sem mér fannst áhugaverðast var að Þorgeir Ljósvetningagoði, sem er heiðin maður hafi ákveðið hvort við ættum að taka kristna trú eða ekki. Og að þegar við tókum kristna trú máttu heiðnir menn ennþá blóta goðin á laun. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst áhugaverðastur var Guðmundur góði Arason og hann var biskup í Hólabiskupadæmi. Ástæðan fyrir að ég valdi Guðmund góða Arason var að hann var trúfastur og hætti aldrei að trúa á Jesú þótt hann væri hrakin burt frá heimkynnum sínum. Hann hjálpaði fátækum og kom trúboði af stað.
Menntun og skóli | Breytt 2.6.2010 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 20:11
Skólaárið 2008 - 2009!
Á þessu ári höfum við verið að gera margt eins og t.d. verið að læra um Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson, ensku/náttúrufræði/samfélagsfræði, landafæði(Norðurlöndin), íslensku og hópvinna með 5, 6 og 7 bekk með heimsálfurnar. Á þessu ári hefur margt gengið á, mörg skemmtileg verkefni og ferðir, diskótek og fleira. Allt sem að hefur gengið á hefur verið mis skemmtilegt og áhugavert. Margt sem hefur ekki verið gert hefur verið hefur verið gert til að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegra og hefur það allt tekist vel. Kennarinn minn Helga er frábær og allur bekkurinn líka. Skólaárið hefur verið frábært og skemmtilegt. Mér fiinst skólinn standa sig vel með að láta öllum líða vel.
1.6.2009 | 19:38
Hópvinna í Eglu!
Þann 1.Desember til 5.Desember árið 2008 vorum við í 6.bekk að vinna í hópvinnu. Okkur var skipt í 19 hópa og ég var í 1 hóp ásamt Auði í 6.A.Ö og Sif í 6.A.Ö. Við áttum að vinna að minsta kosti þrjú verkefni. Verkefnin sem að við gerðum var að gera leikrit, teikningar af miðaldrarbæ og teikna kort og merkja inn á kort hvaða staði hann Egill hafði verið á og skrifa svo um staðina. Leikritinn sem að við gerðum voru um þegar Egill fór með föður sínum að spila knattleik og drap þar sinn fyrsta mann og hitt leikritið snerist um þegar hann drap næstum son sinn. Síðan sýndum við allan afrakstur niðri í sal. Allt gekk vel. Það var skemmtilegt að vinna þetta verkefni.
Menntun og skóli | Breytt 9.6.2009 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 09:08
Þemavika með 5,6 og 7 bekk í landafræði!
Þann 16-20 mars 2009 vorum við með þemaviku í skólanum til að læra um 5 heimsálfur. Þær heita: Asía, S-Ameríka, Afríka, Ástralía, N-Ameríka. Ég byrjaði að læra um Asíu. Þar lærði ég Filippískan þjóðdans, ég skar epli í svan, ég fór í vefrallí þar sem að við áttum að svara spurningum, þar lærði ég einnig kínverska tónlist. Í Suður Ameríku lærðum við um Inkana, við lærðum salsa dans, lærðum um tónlistina þar, við bjuggum til vinabönd og þeir sem að vildu máttu mála myndir af einhverju sem að tengist Suður Ameríku en ef að maður vildi það ekki mátti halda áfram með vinaböndin. Eftir það fór ég að hafa lært um Suður Ameríku fór ég að læra um Afríku. Þar lærðum við Afrískan dans sem að kona kenndi okkur dans og Afrískur maður spilaði undir mjög vel á trommu, við lituðum líka og máluðum mynd af einhverju sem að tengist Afríku og við lærðum þar einnig um almennt um Afríku. Næst á eftir því lærði ég um Ástralíu. Ég lærði þar línudans og bjó til kjuða og málaði síðan á þá myndir sem að þýddu eitthvað. Nú er það síðasta heimsálfan sem að ég lærði um, og hún heitir Norður Ameríka. Þar áttum við fyrst að fá land til að skrifa u m og áttum líka að lita fánan sem að var hjá landinu og hengdum það síðan á kort af Norður Ameríku. Þar bjuggum við einnig til eitthvað sem heitir Martraðar gleypir og ég bjó líka til skreytt band til að setja í hárið. Mér fannst þemavikan ótrúlega skemmtileg.
Menntun og skóli | Breytt 1.6.2009 kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 08:22
Landafræði!
Við höfum verið að læra um norðurlöndin. Fyrst áttum við að velja land til að skrifa um í hópvinnu og ég lenti með Eminu og Dagbjört. Við fundum upplýsingar í bókum og tölvum og fundum líka nokkrar myndir inni á google. Þegar við vorum búin að því límdum við þær upplýsingar sem að við höfðum á stórt blátt karton. Síðan gerðum við fyrirsögn og límdum hana á og svo límdum við þrjá litla fána sem að við höfðum búið til. Síðan teiknuðum við við myndir sem að tengdust Noregi.
Powerpoint glærur!
Eftir að hafa verið í hópvinnu og að hafa kynnt verkefnið áttum við að gera annaðhvort Movie Maker eða PowerPoint glærur um land sem að við fengum að velja. Ég valdi að skrifa um Svíþjóð og gerði það inni á Microsoft Office PowerPoint. Þar skrifaði ég um var t.d. einkennin, landslag, hve margir búa þar, höfuðborgina og aðrar stórar borgir, sænskar kjötbollur, dýralíf, stjórnarfarið og fleira. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni. Endilega kíkið á glærurnar.
2.12.2008 | 08:42
Eglu myndband!
Menntun og skóli | Breytt 26.5.2009 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 14:31
Hvalaritgerð
Við vorum að gera ritgerð um hvali á haustönn. Við unnum þetta með því að finna upplýsingar í bókum, heftum og í tölvunni. Svo söfnuðum við saman öllum þeim upplýsingum sem þurfti að hafa í sérstaka kafla. Þegar við vorum búin að því settum við myndir hjá textunum í ritgerðinni. Eftir það gerðum við forsíðu. Þá þurftum við að gá hvort það væru einhverjar villur í ritgerðinni og prentuðum svo út ritgerðina og þeir sem vildu gorma hana fengu að gera það.
Ég lærði t.d. að steypireyðin er stærsta dýr í heimi og tunga hennar er jafn þung og fíll, að háhyrningar geta náð 50 km hraða á einni klst og að hnúfubakar eru mestu sönghvalirnir. Það sem var erfitt var að geta prenta ritgerðina mína út í lit.
Smelltu hér ef þú villt sjá ritgerðina mína.
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)