23.2.2010 | 13:37
Landafræði
Ég hef verið í landafræði að læra um Evrópu í bók sem heitir Evrópa. Í henni lærir maður um Evrópulöndin, um landslag þeirra hvaða tungumál er talað, til hvaða flokks tungumál teljast um sögu landsins og margt fleira. Fyrsta verkefnið var að teikna 2-3 lönd og segja helstu atriði þeirra og við límdum síðan öll löndin upp á vegg þannig að það myndaði Evrópu. Næsta verkefni var að skrifa um tvö lönd í Evrópu, eitt í Photo Story 3 og eitt í Power Point. Ég gerði um Svartfjallaland í Photo Story 3 og um Austurríki í Power Point. Svo lásum við heima í bókinni og Helga kennari las það sem við lásum heima aftur í skólanum. Ef við skildum ekki orð þá máttum við spurja hana hvað þau þýða. Helga kennari gerði líka Power Point glærur um Evrópulöndin. Þegar við vorum búin að gera um löndin sem við völdum, kynntum við þau fyrir bekknum. Síðan höfum við farið í nokkur próf. Það hefur verið skemmtilegt að læra um Evrópu.
Nokkrir hlutir sem að ég veit um Evrópu:
- Frakkland og Spánn eru einu löndin sem ná að Miðjarðarhafi og Atlantshafi.
- Alpafjöllin eru stærsti fjallagarður í Evrópu og eru 1000 km á lengd og 200 km á breidd.
- Holland er mest allt undir sjávarmáli.
- Myndin Sound of Music var tekin upp í Austurríki.
- Hluti af Íslandi er landfræðilega séð hluti af Evrópu. Það er líka brú hér á Íslandi sem heitir: The Bridge between two continents.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 2.6.2010 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.