4.11.2008 | 14:31
Hvalaritgerð
Við vorum að gera ritgerð um hvali á haustönn. Við unnum þetta með því að finna upplýsingar í bókum, heftum og í tölvunni. Svo söfnuðum við saman öllum þeim upplýsingum sem þurfti að hafa í sérstaka kafla. Þegar við vorum búin að því settum við myndir hjá textunum í ritgerðinni. Eftir það gerðum við forsíðu. Þá þurftum við að gá hvort það væru einhverjar villur í ritgerðinni og prentuðum svo út ritgerðina og þeir sem vildu gorma hana fengu að gera það.
Ég lærði t.d. að steypireyðin er stærsta dýr í heimi og tunga hennar er jafn þung og fíll, að háhyrningar geta náð 50 km hraða á einni klst og að hnúfubakar eru mestu sönghvalirnir. Það sem var erfitt var að geta prenta ritgerðina mína út í lit.
Smelltu hér ef þú villt sjá ritgerðina mína.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 12:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.